895 7922 akex@akex.is

“Isavia hefur birt gögn um úthlutuð stæði fyrir tímabilið 1. nóvember 2016 – 25. mars 2017. Verði nýting stæða í samræmi við úthlutun má gera ráð fyrir því að framboðaukning á ársgrundvelli á flugsætum til landsins fyrir fyrrgreint tímabil verði 58%. Við höfum uppfært forsendur í spá okkar fyrir fjölgun erlendra ferðamanna út þetta ár byggt á þessum tölum og gerum nú ráð fyrir að þeim fjölgi um 39% á árinu en að á næsta ári fjölgi þeim um 35%. Gerum við því ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár verði ríflega 1760 þús. en tæplega 2.370 þús. á næsta ári. Gangi spáin eftir verður fjöldi ferðamanna hér á landi á næsta ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Afar fáar þjóðir státa af álíka háu hlutfalli. (tekið af vef Íslandsbanka og unninn af Greiningardeild: ( https://www.islandsbanki.is/einstaklingar/markadir/greining/)

Við höfum svo sannarlega fundið fyrir þessu því það hefur hver bíll nánast ekki stoppað nema til reglubundins eftirlits og hvíldar fyrir bílstjóra.
Er ekki útlit á öðru en þetta haldist svona næstu vikur og mánuði.
eym