895 7922 akex@akex.is

Akureyri Excursions ehf er stofnað í janúar 2016 af þeim hjónum Inga Rúnari Sigurjónssyni og Hildi Salínu Ævarsdóttur.

        

Ingi Rúnar hefur byggt upp sambærilegt fyrirtæki og Akureyri Excursionsog þekkir því vel til hvernig skuli reka hópferðafyrirtæki sem skilar viðskiptavinum okkar jákvæðri upplifun á góðum bílum sem eru alltaf í topp standi.
Ingi Rúnar er rekstrarstjóri og sinnir um leið markaðsmálum.

Hildur er menntaður kennari og hársnyrtir en undanfarinn ár hefur hún beint starfskröftum sínum að kennslu.
Þau hjónin skipta með sér verkum og er Hildur Salína framkvæmdarstjóri.

Saman hafa þau frá árinu 2016 byggt upp gott fyrirtæki þar sem ríkir jákvæður andi meðal starfsmanna enda eru þau hjónin bæði jákvæð og hvetjandi og það er fljótt að smitast enda er það starfsmönnum ljóst að þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem kappkostar að veita persónulega þjónustu.

Starfsmenn sína velja þau eftir þekkingu og reynslu bílstjóra og má segja að það sé valin maður í hverju rúmi.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri en á Funahöfða 15 í Reykjavík  höfum við komið okkur upp góðri aðstöðu til að sinna viðhaldi og umsýslu okkar bíla.

Markaðssvæði okkar er allt Ísland og ekkert verkefni er of lítið og ekkert of stórt – en vanda skal til verka þegar vel á að vinna þannig að við leggjum okkur fram við að vanda alla okkar þjónustu.